Miklar uppsagnir í aðsigi hjá Orkuveitunni

Stjórnendur Orkuveitunnar undirbúa nú uppsagnir tuga starfsmanna fyrirtækisins á næstu vikum, til að ná fram kröfum um sparnað í rekstri fyrirtækisins. Fulltrúar starfsmanna segja að enn hafi ekkert samráð verið haft um uppsagnir.

Yfirmenn hjá Orkuveitunni hafa kynnt stjórn fyrirtækisins áform um að segja upp tugum - jafnvel allt að 100 starfsmönnum á næstu vikum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Í kringum 600 manns starfa hjá Orkuveitunni. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, staðfestir að unnið sé að rekstrarhagræðingu, og að uppsagnir verði hluti af þeim aðgerðum. Hann vill hins vegar ekki tímasetja þær nánar né staðfesta fjölda uppsagna. Haraldur segir þetta lið í þeim sparnaðaraðgerðum sem nauðsynlegar séu, til að koma rekstri Orkuveitunnar aftur á réttan kjöl. Eins og fram hefur komið hefur verið gerð krafa um fjórðungs niðurskurð í rekstrarkostnaði. Haraldur segir að ákveðið hafi verið að hækka ekki gjaldskrá eins mikið og nauðsyn þótti, en mæta því hins vegar með auknum niðurskurði í rekstri. Ekki er ljóst hvernig uppsagnir starfsmanna verða skipulagðar, hvort þær beinist að einstökum deildum fyrirtækisins, eða heilt yfir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekkert samráð enn verið haft við trúnaðarmenn starfsfólks um þessar uppsagnir. Hins vegar vita margir hvað í vændum er, og sem dæmi má nefna að árshátíð Orkuveitunnar, sem halda átti um næstu helgi, hefur verið verið blásin af.(ruv.is)

Ekki líst mér á  þessar uppsagnir hjá O.R. Það verður vissulega að hagræða og spara hjá OR og hækka gjöldin en fjöldauppsagnir koma beint í höfuðið á okkur aftur,þar eð þetta fólk fer allt á atvinnuleysisbætur og almenningur verður að greiða þær bætur í hækkuðum sköttum.Reykjavíkurborg þarf að fara varlega í uppsagnir.Besti flokkurinn og Samfylkingin lofuðu því fyrir kosningar að gera ráðstafanir til þess að auka atvinnu en ekki öfugt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband