Sunnudagur, 26. september 2010
Fulltrúar Samfylkingar í þingmannanefnd setja rangar sakir á Ingibjörgu Sólrúnu
Ég hefi kynnt mér ákærur meirihluta þingmannanefndar gegn 4 fyrrverandi ráðherrum og sérstaklega hefi ég kynnt mér málflutning Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur,sem vilja ákæra 3 fyrrum ráðherra og sleppa Björgvin G.Sigurðssyni. Þau Magnús Orri og Oddný eru fulltrúar Samfylkingar í þingmannanefndinni.Mér finnst málflutningur þeirra Magnúsar og Oddnýjar byggður á sandi og ekki standast. Þau halda því fram,að Ingibjörg Sólrún hafi haldið upplýsingum frá Björgvin G.Sigurðssyni og að Björgvin hafi ekki verið boðaður á ýmsa mikilvæga fundi um efnahags-og gjaldeyrismál.Ingibjörg Sólrún hefur sýnt fram á,að þessi málflutningur Magnúsar og Oddnýjar er byggður á misskilningi og er rangur.T.d. er sagt,að Björgvin G.Sigurðssoin hafi ekki fengið að undirrita gjaldeyrisskiptasamning við seðlabanka hinna Norðurlandanna.Hins vegar hafi Ingibjörg Sólrún undirritað þann samning. ISG hefur skýrt frá því,að Jóhanna Sigurðardóttir sat umræddan fund sem félagsmálaráðherra en gat ekki verið við lok fundarins og ISG undirritaði samninginn fyrir hana,þar eð Jóhanna var samþykk samningnum.ISG skrifaði því ekki undir samninginn sem utanríkisráðherra og hafði ekkert með framkvæmd samningsins að gera. Þá fullyrða Magnús og Oddný,að ISG hafi komið í veg fyrir,að Björgvin yrði boðaður á fund með DO í Seðlabankanum um þjóðnýtingu Glitnis.Það er rangt.ISG var veik í New York.Hún var boðuð á umræddan fund en sendi staðgengil sinn Össur Skarphéðinsson. Hún hafði ekkert með það að gera að Björgvin var ekki boðaður á umræddan fund í Seðlabankanum. Hér hafa verið nefnd 2 dæmi,sem leiða í ljós,að þau Magnús Orrri og Oddný vaða reyk í þessu máli. Þau hafa ekki kynnt sér málið nógu vel heldur byggt á slúðursögum. Þannig er ekki unnt að reisa sakamál,sem leitt getur til fangelsisrefsingar. Þau Magnús Orri og Oddný ættu að draga ákæru gegn Ingibjörgu Sólrúnu til baka og biðja hana afsökunar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.