Skoðanakönnun:Litlar breytingar á fylgi flokkanna

Stjórnarflokkarnir fengju 48,8 prósent og 32 menn kjörna væri efnt til Alþingiskosninga um þessar mundir og úrslitin í samræmi við könnun sem Fréttablaðið birtir í dag. Og þar með væri stjórnin fallin. En aðeins helmingur þátttakenda í þessari nýju könnun tók afstöðu til flokka. Hefur Fréttablaðið eftir Ólafi Þ. Harðarsyni stjórnmálafræðingi að það sýni óánægju með alla hefðbundna stjórnmálaflokka, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Annars finnst Ólafi þó merkilegt hvað stjórnin heldur miklu fylgi, þrátt fyrir erfiðleika og vandræði, það sýni að stjórnarandstaðan sé ekki heldur í náðinni hjá Íslendingum.

Af þeim helmingi sem tók afstöðu hugðust 34,6 prósent kjósa Sjálfstæðisflokk, 25,6 prósent Vinstri hreyfinguna grænt framboð, 23,2 prósent Samfylkinguna, 7,3 prósent Framsóknarflokk og 5,6 prósent Hreyfinguna.(ruv.is)

Samkvæmt þessari könnun eru breytingar litlar.Það er helst hjá Framsókn og Hreyfingunni.Framsókn dalar og Hreyfingin sækir i sig veðrið. En breytingar á fylgi storu flokkanna eru litlar.VG bætir þó nokkru við sig.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband