Mánudagur, 27. september 2010
Guðmundur Steingrímsson andvígur ákærum
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins tók til máls á alþingi í dag um ákærurnar gegn 4 fyrrverandi ráðherrum.Hann kvaðst ekki hafa sannfæringu fyrir því að rétt væri að ákæra ráðherrana. Hann kvaðst telja álit rannsóknarnefndar alþingis um störf ráðherranna nægilegan áfellisdóm um störf ráðherranna.Ekki þyrfti að gera meira í því efni. Hann kvaðst hafa kynnt sér málið mjög vel og m.a. hafa athugað hvað alþiingi hefði gert í málinu síðasta árið fyrir hrun. Sú athugun leiddi í ljós,að alþingi hefði ekkert gert.Þingmenn hefðu ekki einu sinni borið fram fyrirspurn um óróleikann í bankaheiminum.Erfitt væri að sjá hvað ráðherrarnir hefðu átt að gera.En frjálshyggjan hefði brugðist og ljóst,að sú stefna að hafa sem minnst afskipti,helst engin af markaðnum hefði reynst illa.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.