Verðbólgan komin niður í 3,7%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september er 362,6 stig og er óbreytt frá fyrra mánuði. Þetta þýðir að ársverðbólgan minnkar niður í 3,7% en hún v ar 4,5% í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 344,9 stig og er hún einnig óbreytt frá ágúst.

Á vefsíðu Hagstofunnar segir að sumarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5% (vísitöluáhrif 0,35%). Kostnaður við rekstur ökutækja lækkaði um 1,2% (-0,11%) og flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 11,2% (-0,11%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,4% sem jafngildir 1,6% verðhjöðnun á ári (einnig 1,6% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2010, sem er 362,6 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.160 stig fyrir nóvember 2010.(visir.is)

Þetta eru góðar fréttir. Baráttan við verðbólguna  hefur skilað árangri.Því er spáð,að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist um áramót. Það er margvíslegt hagræði af lágri verðbólgu. Öll áætlunargerð verður auðveldari,verðtryggð lán hækka minna og lág verðbólga styrkir gengi krónunnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband