Miðvikudagur, 29. september 2010
Aflaverðmæti 14 milljörðum meira en í fyrra
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 68 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2010, næstum 14 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Munurinn er tæplega 25 prósent milli ára.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að verðmæti afla sem seldur hafi verið í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands hafi numið rúmum 28 milljörðum króna og aukist um 32,5 prósent frá því í fyrra. Aflaverðmæti sjófrystingar hafi numið rúmum 22 milljörðum, sem er sem sé rúmlega 33 prósenta aukning. Verðmæti afla sem keyptur hafi verið á markaði til vinnslu innanlands hafi aukist um rúm 43 prósent milli ára og verið um 11 milljarðar.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.