Miðvikudagur, 29. september 2010
Ingibjörg Sólrún:Landsdómsmálið er pólitískt
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sakar forystu Vinstri grænna um pólitíska ofsóknir í Landsdómsmálinu og segir að ákærunar standist ekki lög.
Sjö af níu nefndarmönnum í þingmannanefnd Atla Gíslasonar vildu draga Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir landsdóm. Tillagan var hins vegar felld á Alþingi í gær með 29 atkvæðum gegn 34.
Ingibjörg segir það miður að Geir H. Haarde þurfi einn að fara fyrir Landsdóm og segir að ákærurnar gegn honum standist ekki lög.
Ingibjörg segir að landsdómsmálið sé fyrst og fremst pólitískt. Málið í heild sé hið dapurlegasta og til þess fallið að auka á glundroða í samfélaginu.
Mér finnst þetta dapurlegt mál," segir Ingibjörg.(visir.is)
Það er ekki unnt að neita því að landsdómsmálið er öðrum þræði pólitískt.Ég er mjög hræddur um að Atli Gíslason formaður þingmannanefndarinnar hafi fyrst ákveðið að draga þyrfti einhverja fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm og síðan hafi verið reynt að finna einhverjar sakir á umrædda ráðherra.Það er öfugt að farið og raunar er allur málatilbúnaður öfugsnúinn.Það er undarlegt að ákæra áður en rannsókn fer fram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.