Breski Verkamannaflokkurinn orðinn stærri en Íhaldsflokkurinn

Breski Verkamannaflokkinn hefur styrkt stöðu sína eftir að Ed Miliband var kjörinn leiðtogi flokksins um síðustu helgi. Samkvæmt nýrri könnun, sem blaðið The Guardian birti í kvöld, nýtur flokkurinn nú meira fylgis en Íhaldsflokkurinn.

Ástæðan er þó sú, að fylgi Íhaldsflokksins hefur dregist saman vegna óvinsælla niðurskurðaraðgerða bresku ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt könnuninni er fylgi Verkamannaflokksins 37%, óbreytt frá samskonar könnun í ágúst, en fylgi Íhaldsflokksins er 35%, var 37% í ágúst og Frjálslyndir demókratar njóta 18% fylgis, sem er óbreytt frá síðasta mánuði.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband