Landsbankinn afskrifar 2,6 milljarða hjá kvótakóngum!

Landsbankinn hefur afskrifað 2,6 milljarða af sjávarútvegsfyrirtækinu Nónu sem er næstum alfarið í eigu Skinneyjar-Þinganess. Þetta kom fram í Kastljósinu í kvöld.

Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í desember á síðasta ári að Nóna, sem gerir út tvo smábáta frá Höfn í Hornafirði, skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008.

Tap Nónu árið 2008 nam tveimur og hálfum milljarð króna og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins.

Fyrirtækið á kvóta fyrir tvo milljarða króna.

Í Kastjósi kemur fram að Nóna skipti við tvo banka. Annarsvegar Arion banka, sem kannaðist ekki við afskriftirnar, og svo Landsbankinn, sem vildi ekki tjá sig um málið.

Kastljós telur sig hafa staðfestingu á því að það hafi verið Landsbankinn sem afskrifaði féð.

Meðal þeirra sem eiga hlut í Skinney-þinganess er fyrrverandi forsætisráðherrann Halldór Ásgrímsson. (visir.is)

Er þetta upphaf þess sem koma skal. Útgerðin skuldar 600 milljarða í bönkunum,m.a. vegna þess að útgerðirnar tóku lán til kvótakaupa.Kvótabrask og almennt brask útgerðarinnar var upphaf hrunsins.Ætla bankarnir að gefa útgerðinni eftir alla þessa 600 milljarða?

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband