Föstudagur, 1. október 2010
Mikil mótmæli við setningu alþingis
Gríðarlega hávær mótmæli utan af Austurvelli settu svip sinn á þingsetningu Alþingis sem fram fór laust eftir klukkan tvö í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands sagði í þingsetningarræðu sinni að það væri mikilvægt að hafa í huga að hinar svörtustu spár sem birtar voru eftir bankahrunið hafi sem betur fer ekki ræst.
Þótt umrót setji áfram svip á samfélagið og víða sé við vanda að fást, þúsundir landsmanna glími daglega við erfiðleika, missir eigna blasi við mörgum og hundruð þurfi að treysta á matargjafir er engu að síður mikilvægt að hinar svrtustu spár sme mótuðu í kjölfar bankahrunsins umræðuna, bæði hér heima og erlendis, hafa sem betur fer ekki ræst," sagði forsetinn í ræðu sinni.
Forsetinn sagði að á nýafstöðnu þingi, sem hefði lokið fyrir einungis þremur dögum, væri að atvkæðagreiðsla sem hefði reynst þingi og þjóð erfitt. En nú þegar að þing kæmi til starfa blöstu við þingheimi verkefni sem kölluðu á yfrvegun og samstarfsvilja.
(visir.is)
Augljóst var,að mótmælendur á Austurvelli voru mjög reiðir.Það mun einkum vera vegna þess,að fólk er að missa íbúðir sínar vegna mikilla skulda,sem hafa stórhækkað við hrunið.Sumir mótmæltu Ice save,aðrir fátækt og enn aðrir mikilli hækkun íbúðalána.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fuðulegt, og það þegar búið er að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Ólína Þorvarðardóttir heldur að fólkið í landinu viti ekki af hverju það sé að mótmæla. Það vita bara þeir sem eru í skjaldborginni. Kanski er Samfylkingin eina fólkið sem í skjaldborginni er.
Sigurður Þorsteinsson, 1.10.2010 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.