Laugardagur, 2. október 2010
Sumir mótmælendur beittu ofbeldi við þingsetninguna í gær
Mótmælendur köstuðu eggjum,tómötum og ávöxtum í ráðherra,alþingismenn og aðra gesti í gær þar á meðal prestinn,sem messaði í Dómkirkjunni.Það blæddi úr eyra prestsins og eyrað bólgnaði.Það var kastað í höfuð forsætisráðherra ,í forseta Íslands og biskup.Þegar slíkur skaði hlýst af mótmælum og gerðist í gær er ekki lengur um friðsamleg mótmæli að ræða. Þá er þetta orðið ofbeldi.Ég skil reiði fólks vegna hrunsins en ég fordæmi allt ofbeldi og ég tel,að flestir mótmælendur vilji friðsamleg mótmæli.
Kastað var í rúður Dómkirkjunnar og rúður brotnar. Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur segir að það hafi aldrei gerst áður.Það er til skammar að mótmælendur skuli brjóta rúður Dómkirkjunnar.Fréttamaður Útvarps Sögu sagði,að það hefði verið algerlega nýtt fólk,sem mótmælti á Austurvelli í gær.Einhver sagði,að millistéttin hefði verið að mótmæla.Mótmælin í fyrra voru yfirleitt friðsamleg.Vonandi verður svo áfram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.