Verður landsdómur banabiti ríkisstjórnarinnar?

Þorsteinn Pálssson skrifar um landsdóm og atkvæðagreiðslu alþingis í Fréttablaðið í dag. Hann tekur undir þá skoðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að atkvæðagreiðslan um ákærur hafi verið pólitísk og að frumkvæði VG.Þorsteinn telur,að sú yfirlýsing Atla Gíslasonar formanns þingmannanefndarinnar rétt fyrir atkvæðagreiðsluna um að uppgjör við hrunið ( sbr.landsdóm) hafi verið á stefnu ríkisstjórnarinnar hafi getað ráðið úrslitum um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um málið hafði einnig mikil áhrif en í ræðunni mælti Jóhanna gegn ákærum,einkum gegn ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu.Sennilega hefur sú ræða skipt sköpum varðandi það að ákæra gegn Ingibjörgu Sólrúnu var felld.

Fram til þessa hefur það verið styrkur ríkisstjórnarinnar,að þingflokkur Samfylkingarinnar hefur  staðið saman um ríkisstjórnina. Þingflokkur VG hefur hins vegar verið klofinn og nokkrir þingmenn  VG beinlínis verið  í stjórnarandstöðu. Hætt er við því að klofningur þingflokks Samfylkingar um landsdóm geti haft eftirköst. Atli Gíslason sakar þingmenn Samfylkingar um undirmál við atkvæðagreiðsluna. Sú ásökun mun ekki bæta stjórnarsamstarfið.Ólgan í samfélaginu vegna skuldavanda heimilanna,vegna atvinnuleysi og lítilla aðgerða til að auka atvinnu er það mikil að ekki er á bætandi. Ef við bætist ólga í þingflokkum stjórnarinnar vegna landsdóms getur það orðið banabiti stjórnarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband