BSRB ekki sátt við launafrystingu

Kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok nóvember en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýsti því yfir í gær að ekki stæði til að hækka laun þeirra. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, undrast þessi orð ráðherrans.

„Ég þykist vita að það verði ekki sátt um að það verði ekki launahækkanir, ég tala nú ekki um á lægstu laun," segir hún. Nú séu samningaviðræður fram undan og þessi ummæli séu ekki gott veganesti inn í þær.

„Það skýtur auðvitað skökku við þegar annar aðilinn er þegar búinn að ákveða það að niðurstaðan verði núll. Þá eru það sérkennilegar viðræður," segir hann.

Elín segir niðurskurðarkröfuna í fjárlagafrumvarpinu vera áfall og félagar í BSRB séu mjög uggandi. Hún viti þó ekki við hversu mörgum uppsögnum megi búast. - (visir.is)

Ekki er við því að búast,að opinberir starfsmenn sætti sig við launafrystingu. Aðeins þeir lægst launuðu meðal opinberra starfsmanna hafa fengið kauphækkanir eins og launafólk á almennum markaði  en aldraðir og öryrkjar hafa engar  hækkanir fengið. Á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið 16% hækkun hafa aldraðir og öryrkjar enga hækkun fengið,aðeins kjaraskerðingu.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband