Laugardagur, 2. október 2010
Mest skorið niður í almannatryggingum og velferðarmálum!
Fjárlagafrumvarpið var lagt fram á alþingi í gær.Fjölmiðlar greina frá frumvarpinu í dag. M.a. kemur eftirfarandi fram:Mest er skorið niður í samgöngu-efnahags-og atvinnumálum eða um 8,6 milljarða og í almannatryggingum og velferðarmálum um 6,5 milljarða en minna er skorið niður í öðrum málaflokkum eða sem hér segir:Menntamál 2,7 milljarðar,löggæsla o.fl 1,4 milljarðar,menningar,íþrótta-og trúmál 1,3 milljarður,æðsta stjórnsýsla 1,8 milljarðar og húsnæðis-skipulags-og veitumál 0,2 milljarðar. Alls 28 milljarðar í niðurskurð.
Þetta er ekki í samrými við yfirlýsingar stjórnarflokkanna þegar stjórnin tók við en þá sögðu þeir að það ætti að hlífa velferðarkerfinu.Það er ekki verið að hlífa velferðarkerfin,þegar niðurskurður er þetta mikill en það er verið að hlífa öðrum málaflokkum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.