Laugardagur, 2. október 2010
Nýjar tillögur ríkisstjórnar eftir helgi um bráðavanda heimilanna
Kaupmáttur ráðstöfunartekna dróst saman um átján prósent í fyrra og í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir að hann dragist saman um sjö prósent á þessu ári. Mörg hundruð fjölskyldur og einstaklingar hafa og munu á næstu vikum og mánuðum missa húsnæði sitt í nauðungaruppboðum. Nú hyggst ríkisstjórnin grípa til aðgerða til hjálpar heimilunum. Þetta kom fram hjá Árna Þór Sigurðssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, í þættinum vikulokin á Rás eitt í morgun.
Árni sagði að mörg heimili glími við verulegan skuldavanda. Margt hafi verið gert á undanförnum tveimur árum en þær aðgerðir hafi ekki hjálpað öllum. Nú hafi þessi mál verið rædd ítarlega meðal annars á vettvangi stjórnarflokkanna og í ríkisstjórn og búast megi við að fljótlega eftir helgi verði greint frá nýjum aðgerðum. Ég veit að dómsmálaráðherra, félagsmálaráðherra og viðskiptaráðherra hafa setið yfir tillögum. Við í þingflokki Vinstri grænna höfum hitt Hagsmunasamtök heimilanna og ég veit að þau ætla að hitta fleiri þingflokka. Þau hafa kynnt sínar hugmyndir sem ég tek mjög athyglisverðar, sagði Árni.(ruv.is)
Það má engan tíma missa. Mörgum heimilum er að blæða út og uppboðin dynja yfir.Vonandi verður meira gagn í nýju tillögunum en eldri tillögum. Þær eldri hafa ekki dugað nógu vel.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.