Sunnudagur, 3. október 2010
Ekkert skorið niður í mörgum ráðuneytum!
Þegar litið er á hin ýmu ráðuneyti í fjárlagafrumvarpinu kemur í ljós,að í mörgum ráðuneytum er ekkert skorið niður.Þetta á t.d. við um umhverfisráðuneytið,efnahags-og viðskiptaráðuneytið,fjármálaráðuneytið og landbúnaðar-og sjávarútvegsráðuneytið og lítið er skorið niður í utanríkisráðuneyti og dómsmálaráðuneyti.Í sumum þessara ráðuneyta aukast útgjöldin. Byrðarnar eru allar lagðar á félags-og tryggingamálaráðuneyti,heilbrigðisráðuneyti og samgönguráðuneyti.Því var lofað,að hlífa ætti velferðarmálunum.Við það er ekki staðið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.