Mikil svartsýni í Silfri Egils í dag

Mikillar svartsýni  á ástandið hér gætti í Silfri  Egils,þætti Egils Helgasonar, á Ruv í dag.Meðal viðmælenda voru Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur,Benedikt Guðmundsson framkvæmdastjóri,Guðrún Pétursdóttir matvælafræðingur og ung stúlka,Sólveig Jónsdóttir, nýkjörin  formaður VG félagsins í Reykjavík.Þeir Eiríkur og Benedikt  voru mjög  svartsýnir á ástandið svo og nýkjörinn formaður VG í Reykjavík.Guðrúnu Pétursdóttur ofbauð svartsýnin og sagði,að nauðsynlegt væri að hafa eitthvað jákvætt fram að færa einnig og horfa fram á veginn.Hún er nú að undirbúa stjórnlagaþingið.

Því miður gætir oft mikillar svartsýni í Silfri Egils.En ef til vill er það aðeins spegill ástandið í þjóðfélaginu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband