Gallup: Samfylkingin tapar

Fylgi stjórnmálaflokkanna er svipað í september og það var í ágúst samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Samfylkingin tapar ein fylgi milli mánaða en fylgi hinna flokkanna stendur í stað. Um 40% landsmanna styðja ríkisstjórnina.

23 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú en í ágúst sögðust 25 prósent myndu kjósa flokkinn. Fylgi félaga þeirra í ríkisstjórn, Vinstri grænna, stendur í stað milli mánaða en 21% svarenda sögðust myndu kjósa flokkinn og sömu sögu er að segja um fylgi annarra flokka, það hefur ekki breyst frá í ágúst, Sjálfstæðisflokkur mælist með 35 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn 12 prósenta fylgi og níu prósent segjast myndu kjósa aðra flokka, þar af fjögur prósent Hreyfinguna.

Nálægt 13 prósent svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 17 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram núna.

Þá mælist stuðningur við ríkisstjórnina 40 prósent eins og í síðasta mánuði en í janúar á þessu ári mældist stuðningurinn við ríkisstjórnina 50 prósent.(ruv.is)

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband