Þriðjudagur, 5. október 2010
BHM krefst kjaraleiðréttingar
Þá er í tilkynningunni krafist kjaraleiðréttingar félagsmanna hjá hinu opinbera, sem hafi verið samningslausir í hálft annað ár. Launamenn á vinnumarkaði hafi hinsvegar almennt fengið 2,5% launahækkun í sumar. Fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga beri með sér vanvirðingu fyrir menntun á vinnumarkaði og sé alvarleg árás á millitekjuhópa og sér í lagi ungt langskólagengið fólk.
Þá mótmælir BHM boðaðri skerðingu fæðingarorlofs. Skerðingin sé aðför að jafnrétti kynjanna og andstæð ákvæðum laga um fæðingarorlof.(ruv.is)
Það er eðlilegt að BHM krefist kjaraleiðréttingar.Samtökin hafa ekki fengið hækkun fyrir sína félagsmenn eins og launamenn á almennum markaði. BHM er að þessu leyti í sömu stöðu og lífeyrisþegar,sem ekki hafa fengið neina leiðréttingu.Vegna verðbólgunnar hafa þessir hópar því sætt kjaraskerðingu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.