Landsbankinn afskrifar 2,6 milljarða hjá útgerðarfyrirtæki á Hornafirði!

Þegar almenningur fer fram á afskriftir á hluta íbúðalána sinna svara bankarnir því til,að ekki sé "svigrúm" til þess að afskrifa.En í kastljósi var skýrt frá því fyrir nokkrum dögum,að Landsbankinn ( að mestu ríkisbanki) hefði afskrifað 2,6 milljarða hjá Nónu,dótturfyrirtæki Skinney Þinganess.Fyrirtækið mun eiga 2 ja milljarða kvóta. Það var sem sagt nóg svigrúm í bankanum þegar það þurfti að afskrifa hjá úgerðarfyrtæki með kvóta.

Útgerðin mun skulda um 600 milljarða  í bönkunum.Ef til vill er þessi afskrift hjá Nónu upphafið að því sem koma skal. Ef til vill munu bankarnir í stórum stíl afskrifa skuldir útgerðarinnar á næstunni en almenningi verður neitað um afskriftir vegna íbúðalána.Það hefði verið unnt að afskrifa hluta íbúðalána margra íbúðareigenda fyriir þá 2,6 milljarða,sem Nóna fékk afskrifaða.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband