Fimmtudagur, 7. október 2010
Icelandair í mikilli sókn
Tveimur farþegavélum verður bætt við flugflota Icelandair á næsta ári og starfsmönnum fyrirtækisins verður fjölgað um 200, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu í dag.
Nær fimmtungs aukning verður í áætlunarflugi Icelandair og gert er ráð fyrir að farþegar á næsta ári verði yfir 1700 þúsund. 14 vélar verða notaðar í áætlunarflugi, en aldrei áður hefur fyrirtækið verið með svo margar vélar í þjónustu sinni. Birgir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að aukningin í starfsemi félagsins muni veita um 200 manns atvinnu í flugi og flugþjónustu, auk starfa í almennri ferðaþjónustu hér á landi.(ruv.is)
Þetta eru ánægjulegar fréttir og leiða í ljós,að fyrirtæki sem hefur verið endurskipulagt getur útvegað fjölda manns vinnu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.