Fimmtudagur, 7. október 2010
Uppboðum frestað í 5 mánuði
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta uppboðum í 5 mánuði. Fleiri úrræði eru í þann veginn að taka gildi. Virðist ríkisstjórnin staðráðin í því að ráðast gegn skuldavanda heimilanna.- Mikið er rætt um þjóðstjórn eða jafnvel að Framsókn fái aðild að ríkisstjórninni.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknar útilokar ekki aðild að þjóðstjórn en segir ekkert hafa verið rætt um að Framsókn komi inn í stjórnina a.m.k. ekki milli forustumanna flokkanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.