Jóhanna:Stjórnvöld koma til móts við heimilin

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að flest bendi til þess að um 230 til 240 íbúðir, þar sem eigandi á lögheimili, fari að óbreyttu á lokasölu í október. Ætlunin er að þessir aðilar fái nú flýtimeðferð hjá Umboðsmanni skuldara og embættið fái afdráttarlausar heimildir til að stöðva nauðungarsölur í slíkum tilfellum. Nú er unnið því að hafa samband við þá 230-240 aðila sem standa í þessum sporum og reynt að leita lausna í samráði við þá.

Þetta kom fram í munnlegri skýrslu sem Jóhanna gaf á Alþingi í gærkvöldi um skuldavandann og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hún lagði þar áherslu á að á Íslandi ætti enginn að þurfa að verða heimilislaus vegna skuldavanda. Það þurfi stjórnvöld, fjármálastofnanir og sveitarfélög að tryggja í sameiningu.

Á næstu dögum er von á frumvarpi frá efnahags- og viðskiptaráðherra um viðbrögð við nýföllnum gengislánadómum, þar sem leitast verður við að draga úr óvissu og greiða fyrir úrlausn skuldamála einstaklinga. Jafnframt er unnið að því að endurnýja samkomulag við banka og aðra hagsmunaaðila um sértæka skuldaaðlögun.

Gert er ráð fyrir að bönkunum verði gefinn stuttur tími til að vinna úr skuldamálum smærri og meðalstórra fyrirtækja á næstu mánuðum og bankarnir skili þannig til viðskiptavina sinna því svigrúmi sem þeir hafa til að mæta þörfum skuldsettra fyrirtækja. Með sama hætti þarf að skoða þær ábendingar sem komið hafa fram um galla á skuldaaðlögun einstaklinga og tryggja að með henni verði unnt að veita þúsundum einstaklinga fullnægjandi úrlausn í bönkunum á næstu mánuðum.

Jóhanna lauk skýrslu sinni á orðunum:
„Ríkisstjórnin hefur á hverjum tíma unnið af heilum hug að endurreisninni og úrlausn skuldavandans án þess að missa sjónar á heildarmyndinni. Líta verður á hagsmuni þjóðarinnar allrar við lausn þessara mála.
Það blasir við að við verðum að ganga saman þessa sársaukafullu vegferð. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að sátt náist í samfélaginu. Það er skylda okkar alþingismanna." (visir.is)

 

Ljóst er,að stjórnvöld hafa tekið til hendinni og ætla að koma til móts við heimili í skuldavanda. Mótmælin hafa   haft áhrif.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband