Föstudagur, 8. október 2010
Jóhanna býður AGS byrginn
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir brýnt að aðstoða heimili í skuldavanda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ekki fá að stöðva þau áform ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði Jóhanna við fréttamenn nú laust fyrir klukkan hálf eitt eftir að ríkisstjórnarfundi lauk. Jóhanna segir að ríkisstjórnin muni gera það sem þurfi. Ef þurfi að fara út í almenna niðurfærslu þá verði rætt um það við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Sjóðurinn eigi ekki að stýra landinu, heldur ríkisstjórnin (ruv.is)
Ég tek ofan fyrir Jóhönnu að hafa ákveðið að hundsa fyrirmæli AGS um að framlengja ekki frystingu uppboða.Það mátti skilja á máli hennar strax í umræðunum um stefnuræðuna,að ætlunin væri að framlengja fresti vegna auglýstra uppboða og það hefur nú verið gert.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.