Yoko Ono komin til landsins

Í tilefni af tendrun Friðarsúlunnar á 70 ára fæðingarafmæli John Lennon, býður Yoko Ono gestum í fría kvöldsiglingu til Viðeyjar á laugardags- og sunnudagskvöld.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þann 9.október næstkomandi klukkan 20:00 verði Friðarsúlan tendruð í fjórða sinn á afmælisdegi John Lennon. Siglingar hefjast kl. 18:30 og verður Viðeyjarnaust opið þetta kvöld og þar verður að finna Óskatré Yoko Ono.

„Gestir eru hvattir til að skrifa óskir sínar á sérstök blöð og hengja á tréð. Í Naustinu er friðsæl og notaleg stemmning við kertaljós og hægt að kaupa hressingu, heita eða kalda. Karítur Íslands syngja nokkur lög undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, bæði í Viðeyjarnausti og við Friðarsúluna."

Siglingar til baka eftir tendrun eru kl.20:30 og 21:00.

Þá verður siglt á sunnudaginn klukkan 19:00. „Sú tímasetning helgast af því að ljósið í Friðarsúlunni er tendrað kl.19:30. Engin formlega dagskrá er á sunnudagskvöldið en Viðeyjarnaust verður opið með veitingasölu og eins eru gestir hvattir til að skrifa á Óskatré Yoko Ono. Siglt er til baka kl.20:30 og 21:00 á sunnudaginn."(visir.is)

Yoko Ono er mikill aufúsugestur hér.Hún kemur hér á hverju ári og tendrar friðarsúluna í Viðey til minningar um John Lennon.Nú er 70 ára fæðingarafmæli John Lennons og sérstök ástæða til þess að minnast  hans.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband