Laugardagur, 9. október 2010
Öryrkjabandalagið mótmælir fjárlagafrumvarpi
Örykjabandalagið afhenti forseta alþingis mótmæli í gær vegna niðurskurðar á framlögum til þeirra. Framlögin eru skorin niður um 6,9%.Öryrkjabandalagið segir að verið sé að skerða mannréttindi öryrkja með niðurskurðinum.Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins segir að boðaður niðurskurður sé reiðarslag fyrir öryrkja.sem þegar standi höllum fæti." Það hefur þegar verið skorið svo mikið niður.Þessi málaflokkur var líka sveltur í góðærinu".
Framkvæmdastjóri ÖB bendir á,að ofan á þetta bætist,að örorkubætur hafi verið frystar um skeið.Bæturnar hækki ekki í samræmi við verðlag þó lög um almannatryggingar kveði svo á um. Öryrkjar eru í sama bát og aldraðir að því er bætur varðar. Bæði ellilífeyrir og örorkulífeyrir er frystur sem í verðbólgu þýðir ekkert annað en launalækkun.Menn geta spurt sig hvort verklýðshreyfingin mundi sætta sig við slíka kjaraskerðingu.Ég held ekki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.