Laugardagur, 9. október 2010
Athyglisverðar greinar Jónínu Bjartmarz
Jónína Bjartmarz fyrrverandi ráðherra skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið i dag um ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum.Er þetta önnur greinin,sem hún ritar í Fréttablaðið um sama efni.Í greininni í dag bendir Jónína m.a. á,að rannsóknarnefnd alþingis hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að 4 fyrrverandi ráðherrar hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð heldur samkvæmt lögum nr. 42/2008 ,þ.e. lögum rannsóknarnefnd alþingis.Hér er mikill munur á. Þingmannanefnd Atla Gíslasonar hefur ávallt fjallað um mál þetta eins og rannsóknarnefndin hafi byggt mál sitt á lögum um ráðherraábyrgð en svo var ekki. Hún byggði mál sitt á lögunum um rannsóknarnefnd alþingis.
Jónína Bjartmarz gagnrýnir það harðlega að sakfella eigi einn mann fyrir hrunið.Hún telur það ranglátt.Ég er sammála því.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.