Laugardagur, 9. október 2010
John Lennon sjötugur í dag
Tónlistarmaðurinn John Winston Lennon, sem seinna kastaði millinafninu og tók upp nafnið John Ono Lennon, hefði orðið sjötugur í dag hefði hann lifað.
Reykjavík verður miðdepill afmælishátíðar Lennons en fjölskylda hans er kominn til borgarinnar í tilefni dagsins.
Yoko Ono ekkja bítilsins veitir í dag fjórum einstaklingum Lennon/Ono friðarverðlaunin í Höfða, en frægastur verðlaunahafanna er án vafa Alice Walker höfundur Purpuralitsins.
Seinna um daginn verð Yoko og sonur hennar, Sean, með lokað einkaboð fyrir vini og vandamenn, en Sean á sama afmælisdag og faðirinn og verður 35 ára í dag.
Klukkan átta verður kveikt á friðarsúlunni í Viðey og eru sérstakar ferðir út í eyju í boði Yoko að því tilefni.
Í kvöld verða svo tónleikar með henni og Plastic Ono Band unir tónlistarstjórn Sean's í Háskólabíói. Ekki er ólíktlegt að Ringo Starr og Dhani Harrison taki þátt í tónleikunum, en þeir eru báðir staddir í Reykjavík.
(visir.is)
Ég er mikill aðdáandi John Lennons og Bítlanna.Ég held upp á mörg af lögum Bítlanna eins og flestir gera.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.