Laugardagur, 9. október 2010
Skorið niður um 7,3 milljarða til félagsmála.Mesti niðurskurðurinn
Eins og ég hefi áður greint frá er mest skorið niður til félags-og tryggingamálaráðuneytis af öllum ráðuneytum eða alls um 7,3 milljarða.Það er ekki í samræmi við fyrirheit um að hlífa velferðarkerfinu. Niðurskurður í heilbrigðisráðuneytinu nemur 5 milljörðum.Og í samgönguráðuneytinu nemur niðurskurðurinn 6,2 milljörðum.Í umhverfisráðuneyti,efnahagsráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti er enginn niðurskurður.
Það er mjög tilfinnanlegur niðurskurður til margra dvalarheimila aldraðra,málefna fatlaðra,styrktarfélags vangefinna o.fl. slíkra samtaka.Þá er skorið niður til leiguíbúða en það þyrfti einmitt að auka framboð á leiguíbúðum nú.Það verður að endurskoða framlög til félagsmála,ekki síður en til heilbrigðismála m.a. vegna þess að það þarf að leiðrétta lífeyri aldraðra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.