Ráðherrar vilja þjóðarsátt um niðurfærslu skulda

Ráðherrar og embættismenn reyna nú að finna út hvort almenn niðurfærsla skulda sé raunhæf leið til lausnar á skuldavanda heimilanna. Ráðherrar kalla eftir þjóðarsátt um málið.

Forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra funduðu um lausnir á skuldavanda heimilanna í dag.

Fundinn sátu einnig umboðsmaður skuldara og embættismenn úr ráðuneytum. Umboðsmaður skuldara hóf í dag að hringja í þá 240 einstaklinga sem eiga yfir höfði sér nauðungaruppboð og heldur sú vinna áfram á morgun, en frestur uppboða hefur verið lengdur um 5 mánuði.

„Það er allt í fullum gangi og við stöndum vaktina um helgina til að þoka málum áfram," sagði Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra.

Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina ætla að leita eftir þjóðarsátt um lausn á vandanum.

„Hefði ekki þurft að fara í þessa vinnu fyrr? þurfti mótmælin til að knýja þetta áfram? það hefur verið mikil vinna," segir Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra.

„Það hafa strax verið skipulagðar þessar hringingar, til þeirra 240 einstaklinga, sem eiga von á uppboðum í mánuðinum. Og umboðsmaður skuldara fór í þessar hringingar í dag og heldur því áfram á morgun," segir Ögmundur.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kallar einnig eftir þjóðarsátt og vill að allir flokkar komi að borðinu.(visir.is)

Vonandi skilar sú mikla vinna,sem unnin er um helgina að lausn á skuldavanda heimilanna,árangri.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband