Sunnudagur, 10. október 2010
John Lennon minnst um allan heim
Hundruðir manna komu saman í Strawberry Fields í Central Park í New York í gær til þess að minnast sjötugs afmæli Bítilsins John Lennon samkvæmt frétt New York Post.
Bítilsins var minnst um alla veröld, meðal annars í Napólí á Ítalíu þar sem mósaík mynd honum til heiðurs var afhjúpuð.
Þá afhjúpaði fyrri eiginkona Lennons, Cynthia og sonur þeirra, Julian, skúlptúr af Bítlinum í heimaborg þeirra, Liverpool.
Heimildarmynd um Lennon var frumsýnd í gærkvöldi í Central Park. Myndin heitir LENNONYC og var sýnd undir berum himni.(visir.is)
Einnig var afmælis Lennons minnst í Háskólabíó í gærkveldi ,þar sem Yoko Ono og sonur þeirra skemmtu ásamt fleiri listamönnum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.