Hver á að kosta almenna skuldaniðurfærslu?

Ríkisstjórnin  lætur nú reikna út hvað almenn skuldaniðurfælrsla kostar ríkissjóð og þjóðfélagið.Nefnd hefur verið tala í kringum 200 milljarða miðað við 18% almenna niðurfærslu.Vandamálið við almenna niðurfærslu er að slík niðurfærsla mundi koma hart niður á Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum. Ef lífeyrissjóðirnir eiga að afskrifa hluta af skuldum skuldara þýðir það,að lækka verður lífeyri til eldri borgara.Ef Íbúðalánasjóður á að afskrifa eitthvað af skuldum skuldara þýðir það að ríkið verður að leggja sjóðnum fjárframlag til þess að standa undir afskriftunum. Hins vegar er möguleiki að láta bankana bera það sem þeir mundu afskrifa þar eð þeir fengu kröfurnar frá gömlu  bönkunum með verulegum afskriftum.En meirihluti skulda vegna íbúða er hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum.

En er sanngjarnt að færa skuldir allra jafnt niður,líka þeirra,sem eru  efnaðir og þurfa ekki á afskriftum að halda? Ég tel ekki. Það er eðlilegra að færa misjafnt niður eftir þörfum skuldara.Það er líka  ósanngjarnt að láta þá sem alltaf hafa staðið í skilum  fara að borga fyrir hina sem keyptu of dýrt og hafa ekki getað staðið undir greiðslum.Málið er vandasamt. Það  þarf eitthvað að gera til viðbótar en almenn niðurfærsla er ekki sjálfsögð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almenn niðurfærsla er einfaldasta leiðin til að leiðrétta ofneyslu og offjárfestingu einstaklinga.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband