Fundað um skuldavanda heimilanna.Sjálfstæðisflokkur mætir ekki

Reglulegum fundarhöldum um skuldavanda heimilanna var fram haldið í morgun klukkan tíu en sérstökum hópi hefur verið komið á laggirnar og er stefnt að því að funda daglega uns niðurstaða fæst í málið. Hópinn skipa fimm ráðherrar, forsætis-, fjármála-, dóms-, félags- og viðskiptaráðherra ásamt fulltrúum stjórnarandstöðunnar.

Á fundinn í morgun mættu allir ráðherrarnir eða fulltrúar þeirra, en Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra er erlendis. Þór Saari frá Hreyfingunni var hinsvegar eini stjórnarandstæðingurinn við upphaf fundar að sögn Hrannars B. Arnarssonar aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðardóttur. Hrannar sagði að Framsóknarmenn hefðu boðað komu sína á fundinnn og sagðist hann ekki vita hvers vegna fulltrúi þeirra hefði ekki mætt. Hálftíma síðar mætti þingflokksformaður Framsóknarflokks, Gunnar Bragi Sveinsson.

Auk þingmanna er umboðsmaður skuldara einnig viðstaddur fundinn.
(visir.is)

Það hefur vakið athygli,að Sjálfstæðisflokkurinn tekur ekki þátt í þessum fundum. Flokkurinn segir um sýndarviðræður að ræða.Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill freista þess að ná breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um niðurfærslu skulda.Talið er að nást verði samkomulag við lífeyrissjóðina og bankana eigi þetta að takast. Ekki er árennilegt að lögfesta slíka lausn þar eð það gæti bakað ríkinu skaðabótaábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson




Fyrst birt: 11. okt. 2010 10:31

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband