Þarf að lækka framlög til heilbrigðisstofnana úti á landi svona mikið?

Framlög til heilbrigðismála lækka um 4,8 milljarða samkvæmt fjárlagafrumvarpi, sem lagt hefur verið fram.Niðurskurður er tilfinnanlegur víða úti á landi.Hefur honum verið mótmælt harkalega. Heilbrigðisráðherra lýsti því strax yfir,að hann mundi endurskoða þann niðurskurð.

Ef við lítum á framlög til nokkurra heilbrigðisstofnana úti á landi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu kemur eftirfarandi í ljós:Heilbrigðisstofnun Vesturlands.Framlag 2,7 milljarðar.Lækkun 85 milljónir.Heilbrigðisstofnun Austurlands.Framlag 1,6 milljarðar.Lækkun 448 milljónir.Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Framlag 1,3 milljarðar. Lækkun 399 milljónir.Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Framlag 834 milljónir.Lækkun 182 milljónir.Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Framlag 557 milljónir.Lækkun 368 millj. Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Framlag 512 milljónir.Lækkun 160 milljónir. Þetta er ekki tæmandi upptalning er hér er alls um 1,6 milljarða niðurskurð að ræða eða þriðjung af heildarniðurskurði heilbrigðismála.

Ég tel,að það verði að draga verulega úr niðurskurði úti á landi.Það þarf að minnka niðurskurðinn um a.m.k. helming og jafnvel meira.Við ráðum við þá breytingu.Ef talið er nauðsynlegt að halda heildarniðurskurðinum verður að færa til og  skera meira niður annars staðar í heilbrigðiskerfinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband