Skuldavandinn:Fæstir hafa nýtt sér tiltæk úrræði

Tveir þriðju þeirra sem eru við það að missa húsnæði sitt á uppboði hafa ekki nýtt sér tiltæk úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Þriðjungur segist ekki hafa áhuga á því að losna undan hamrinum og tíundi hluti veit ekki hver fer fram á nauðungarsöluna.

Þetta kom fram á fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu í morgun. Þeir hittust til að ræða vanda skuldugra heimila og fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Stjórnarandstaðan var einnig boðuð til fundarins.

 Fundarboðið virðist hins vegar hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Þór Saari, þingmaður hreyfingarinnar mætti reyndar stundvíslega klukkan tíu, en Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður framsóknarflokksins var hálftíma of seinn og Sjálfstæðismennirnir mættu alls ekki. 

Tvö hundruð fjörtíu og tvö framhaldsuppboð á fasteignum eru fyrirhuguð á landinu fram í miðjan næsta mánuð, 149 af eignunum eru skráðar á einstaklinga.  Umboðsmaður skuldara hefur um helgina hringt í þetta fólk og náð sambandi við sextíu og fimm.(ruv.is)

Þessar tölur staðfesta það sem oft hefur verið sagt áður að stór hluti skuldara nýtir sér ekki tiltæk úrræði til lausnar á skuldavanda heimilanna og margir ( 33%)  vilja enga aðstoð.Það er mjög slæmt að fólk skuli ekki nýta sér tiltæk úrræði.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband