Þriðjudagur, 12. október 2010
Jóhannes Jónsson hættir við kaup tískuverslana
Jóhannes Jónsson hefur fallið frá kaupum á tískuverslunum undir merkjum Zara, Topshop og All Saints sem nú eru reknar af Högum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en þar segir að þann 30. ágúst hafi verið tilkynnt um samning bankans við Jóhannes um hann myndi kaupa þrjár sérvöruverslanir af Högum, Zara, Topshop og All Saints. Jóhannes Jónsson hefur nú ákveðið að nýta ekki umsaminn kauprétt og verða því verslanirnar þrjár áfram hluti af Högum," segir í tilkynningunni nú.
Þá segir að hluti af samkomulagi Arion banka og Jóhannesar sé yfirlýsing Jóhannesar og tengdra aðila, sem tryggir rekstur tískuverslananna innan Haga til frambúðar þrátt fyrir persónuleg tengsl fjölskyldu Jóhannesar og eigenda viðkomandi umboða. Önnur atriði samkomulagsins frá 29. ágúst standa, þar með talin kaup Jóhannesar á SMS í Færeyjum. Kaupverð er 450 milljónir króna sem er í samræmi við mat sérfræðinga bankans á virði hlutabréfanna. Lokauppgjör vegna kaupanna á SMS fer fram eigi síðar en 1. desember næstkomandi."
Hagar eru nú í söluferli hjá Arion banka og verður endanleg tilhögun þess og framkvæmd kynnt á næstu dögum," segir að lokum.(visir.is)
Vonandi býður Jóhannes Jónsson í Haga og kaupir þar stóran hlut ásamt tengdum fjárfestum.Ég tel mikið atriði að Jóhannes haldi áfram um stjórnartauma í Bónus.Það er eina tryggingin fyrir lágu vöruverði þar áfram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.