Atvinnuleysi komið niður í 7,1%

Atvinnuleysi í september 7,1%, sem jafngildir að 11.547 manns hafi að meðaltali verið án vinnu í mánuðinum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur frá því í janúar 2009.

Atvinnuleysið er litlu minna en í ágúst og nánast það sama og í september í fyrra. Atvinnuleysið er 8% á höfuðborgarsvæðinu en 5,4% á landbyggðinni. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum, rúm 11%, en minnst á Norðurlandi vestra, 2,2%. Atvinnuleysið er aðeins meira hjá körlum en konum. Ríflega helmingur atvinnulausra hefur verið án vinnu lengur en í 6 mánuði.(ruv.is)

Það er ánægjulegt,að atvinnuleysi skuli vera að minnka.Vonandi minnkar það áfram en hætt er þó við að það aukist eitthvað aftur í vetur.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Því miður eru þessar tölur trauðla marktækar þar sem milli 8 til 10 þúsund manns hafa flúið land í leit að vinnu, það sem ég á við er  að atrvinnuleysið sýnist minna og er ekki ríkisstjórn að þakka. 

Skarfurinn, 12.10.2010 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband