Greiðslufrestur tekur gildi um leið og óskað er greiðsluaðlögunar

Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun frumvarp félagsmálaráöherra um að greiðslufrestur taki gildi um leið og óskað er eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara.

Á bilinu 50 til 60 manns mótmæltu fyrir framan stjórnarráðshúsið í morgun á meðan ríkisstjórnin fundaði. Fólkið blés í lúðra og barði tunnur.

Ríkisstjórnin vinnur nú að því að finna leiðir til að taka á skuldavanda heimilanna. Fram kom í máli forsætisráðherra í morgun að það valdi vonbrigðum hversu fáir hafa nýtt sér greiðsluaðlögun.

(visir.is)

Hér er um mikið umbótamál að ræða. Til þess að  greiðslufrest á vanskilaskuldum er nú nóg að sækja um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara en áður þurfti að fá slíka umsókn afgreidda áður en greiðslufrestur tæki gildi.Hér er miðað við að frv. verði samþykkt á alþingi.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband