Miðvikudagur, 13. október 2010
Almenn niðurfærsla: Niðurstaða eftir þessa viku
Ríkisstjórnin hélt fund með þingnefndum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Jóhanna Sigurðardóttir segist mjög ánægð með hann og fagnar því að sjálfstæðisflokkurinn sé kominn að borðinu að ný.
Fulltrúar stjórnarandstöðu flokkanna þriggja sátu fund með fimm ráðherrum ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu í morgun. Þeir sögðu ríkisstjórnina ekki bjóða uppá raunverulegt samráð, enginn árangur hafi verið af fundinum og þolinmæðin sé að minnka. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki koma eina að þessu máli og vísar á bug ásökunum um ekkert samráð, þvert á móti sé það ítrekað á hverjum fundi. Það sé hagur allra að leysa saman þennan vanda.
Klukkan 18 hófst nýr fundur í þjóðmenningarhúsinu og þá með fulltrúum banka, íbúðalánasjóðs og fleiri. Forsætisráðherra segir þann fund mjög mikilvægan og bindur miklar vonir við árangur af honum.(ruv.is)
Ekki er unnt að spá hvort um almenna niðursfærsælu verður að ræða. En margir málsmetandi hagfræðingar eru andvígir þessari leið og hið sama er að segja um fjármálastofnanir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.