Fimmtudagur, 14. október 2010
Mikil andstaða við almenna skuldaniðurfærslu
Það eru nú farnar að skýrast línur varðandi skuldavanda heimilanna og hvaða leið sé skynsamlegast að fara til lausnar vandanum.Almenn skuldaniðurfærsla er alls ekki besta leiðin fyrir þá,sem verst eru staddir en auk þess er sú leið dýrust fyrir þjóðarbúið og óvíst,að ríkissjóður ráði við þá leið.Friðrik Baldursson hagfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík hefur bent á,að almenn skuldaniðurfærsla,t.d. 18%, dugi ekki fyrir þá,sem verst eru staddir Lífeyrissjóðirnir leggjast gegn þessari leið og segja,að hún mundi þýða skerðingu á lífeyri til eftirlaunafólks.Afstaða Íbúðalánasjóðs er einnig neikvæð en talsmaður sjóðsins bendir á,að sjóðurinn gæti ekki tekið á sig almenna niðurfærslu.Ríkið yrði að kosta hana með framlagi. Það eru helst bankarnir,sem geta staðið undir almennri niðurfærslu.
Menn telja,að faraq eigi aðra leið,sem gagnist betur þeim,sem verst eru staddir.Ég er sammála því.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.