Tekjustofnar sveitarfélaga skerðast um 8 milljarða næsta ár

Útlit er fyrir að tekjustofnar sveitarfélagana skerðist um 8 milljarða króna á næsta ári. Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir að árið verði hræðilegt fyrir nokkur sveitarfélög verði niðurskurðurinn að veruleika.

Þetta kom fram á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Halldór Halldórsson gagnrýndi í ræðu sinni forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í nýjum fjárlögum. Hann setti spurningarmerki við niðurskurð í grunnþjónustu á meðan ekki mætti ræða skerðingu listamannalauna eða eftirlitsstofnanna.

Formaðurinn segir að í ljósi þess að tekjustofnar sveitarfélagana skerðist verulega á næsta ári sé þörf á aukinni samvinnu við ríkið til að sveitarfélögin geti mætt þessari skerðingu. Hingað til hafi ríkið ekki viljað breyta lögum og reglugerðum t.d. varðandi grunnskólana til að sveitarfélögin geti farið í nauðsynlegar hagræðingar.

Halldór Halldórsson segir að nauðsynlegt sé að fella niður eða draga úr ákveðnum lögbundnum verkefnum til þess að ráða við ástandið í fjármálum. Ríkið verði að koma til móts við sveitarfélögin til að það sé unnt.(ruv.is)

Þessar upplýsingar staðfesta mikla fjárhagserfiðleika sveitarfélaganna. Ríkið á erfitt með að koma sveitarfélögunum til aðstoðar,þar eð ríkiskassinn er einnig tómur.

 

Björgvin Guðmundsson

 

f


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband