Fimmtudagur, 14. október 2010
Frestun á greiðslum frá umsókn um greiðsluaðlögun lögfest í dag
Frumvarp félags- og tryggingamálaráðherra um greiðsluaðlögun einstaklinga var samþykkt sem lög frá Alþingi á þriðja tímanum í dag með 35 samhljóða atkvæðum. Frumvarpið felur í sér að tímabundin frestun á greiðslu hefjist þegar einstaklingur sækir um greiðsluaðlögun en ekki þegar umsókn hans hefur verið samþykkt eins og lögin kváðu á um.
Jafnframt er lagt til að slíkt hið sama gildi um umsóknir um greiðsluaðlögun sem borist hafa umboðsmanni skuldara frá stofnun embættisins þann 1. ágúst síðastliðinn. Þverpólitísk samstaða var um þetta mál en ráðherra mælti fyrir því í gær.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.