Föstudagur, 15. október 2010
Samkomulag Íslands og Kanada í varnarmálum
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Peter G. MacKay varnarmálaráðherra Kanada undirrituðu í dag samkomulag um samstarf í varnarmálum.
Samkomulagið leggur grunn að frekari samvinnu í varnarmálum milli landanna og nær meðal annars til aukins samráðs, frekari upplýsingasamskipta og menntunar og starfsþjálfunar. Jafnframt gerir samkomulagið ráð fyrir auknu samstarfi er snýr að æfingum og heimsóknum.
Samkomulagið var undirritað til hliðar við sameiginlegan fund utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var í Brussel í dag. Frá árinu 2006 hefur Ísland gert samkomulag um samstarf í varnar- og öryggismálum við Noreg, Danmörk, Bretaland og Bandaríkin.(visir.is)
Það er ágætt að eiga samstarf við Kanada í varnarmálum.Ísland og Kanada hafa alltaf haft gott samstarf.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.