Föstudagur, 15. október 2010
20% heimila skulda meira en fasteignamat íbúða
Þetta kemur fram í útreikningum Fjármálaráðuneytisins sem lagðir voru fram á samráðsfundum ráðherra um skuldavanda heimilanna. Heildarskuldir heimila með veði í fasteignum eru rúmir 1200 milljarðar króna.
Um 20% heimila skulda um 43% af veðtryggðum skuldum, þar sem veðsetningarhlutfall er hærra en fasteignamat viðkomandi eignar.
Nokkuð hefur verið rætt um hversu fáir hafi nýtt sér úrræði ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna. Sem dæmi má nefna að af 50 þúsund lántakendum Íbúðalánasjóðs hafa aðeins 42 lántakendur nýtt sér sértæk og tímabundin greiðsluúrræði.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sagði að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær að nú yrðu fengnir sérfræðingar til að vinna úr þeim lausnum og hugmyndum sem fram hefðu komið. Þá verði í næstu viku komnar hugmyndir um hvort hægt verði að fara nýjar leiðir til að leysa skuldavanda heimilanna.(ruv.is)
Ljóst er,að ástand fjármála heimilanna er mjög slæmt.Erfitt verður að finna einhverja eina lausn til þess að leysa skuldavandann. En væntanlega kemur einhver ný lausn sem bætir ástandið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.