Föstudagur, 15. október 2010
Hverju lofaði Jón Bjarnason LÍÚ?
Landssamband ísl. útvegsmanna segir,að Jón Bjarnason ráðherra hafi gengið á bak orða sinna með því að fara "fyrningarleiðina"! Hvað á LÍÚ við ? Var Jón Bjarnason búinn að lofa því að fara ekki fyrningarleiðina? Það hefur alla vega ekki komið fram opinberlega enda lofaði Jón kjósendum því fyrir síðustu kosningar að aflaheimildir yrðu fyrndar á 20 árum.
Útvegsmenn vísa til þess,að Jón Bjarnason ætli að leigja út viðbótaraflaheimildir í nokkrum fisktegundum.Þetta kalla útvegsmenn fyrningarleið.Auðvitað er þetta engin fyrningarleið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.