Stefán Ólafsson:Færri eiga erfiðara með að ná endum saman en í miðju góðærinu

Kaupmáttar- og kjaraskerðing lífeyrisþega, öryrkja og þeirra lægst launuðu hefur verið minni en annarra í kreppunni. Þetta kom fram í erindi Stefáns Ólafssonar prófessors um velferðarkerfið á aðalfundi BSRB í morgun. Færri þiggja nú fjárhagsaðstoð sveitarfélaga en árið 2003 og færri eiga erfiðara með að ná endum saman en í miðju góðærinu.

Eðli og uppbygging velferðarkerfisins eins og þeirra norrænu á að nýtast þjóðfélögum til að milda áhrif kreppu sérstaklega á lágtekjufólk og á meðaltekjufólk, segir Stefán.  Hann segir að lífeyrisþegar með lágar tekjur hafi verið varðir með lágmarks framfærslutryggingu almannatrygginga, sem lyfti meirihluta þeirra upp fyrir fátæktarmörk. Skattbyrði hafi lækkað hjá lægstu hópunum. Þetta sé til dæmis um að velferðarkerfið hafi mildað höggið sem kom með hruninu saman borið við velferðarkerfi annarra landa. Stefán nefnir sem dæmi að Írar, sem eru að ganga í gegnum mikla efnahagserfiðleika, séu með mun veikara velferðarkerfi en Íslendingar. Þeir fái því að finna mun meira fyrir kreppunni en við.

Stefán leggur áherslu á að kaupmáttur allra hafi skerst undanfarin misseri, en kaupmáttar- og kjaraskerðing lífeyrisþega, öryrkja og hinna lægst launuðu sé minni en annarra. Þá megi benda á velferðarkerfið hafi haldið atvinnuleysi hér meira í hófi, segir Stefán. Atvinnuleysi sé hér minna en spáð hafi verið og langt fyrir neðan meðaltal Evrópulandanna.  Þá sýni gögn Hagstofunnar að allur þorri heimila hafi átt erfiðara með að ná endum saman 2004 en vorið 2009.  Hins vegar segir Stefán Ólafsson að nú þegar horft sé fram á mikinn niðurskurð í opinbera velferðarkerfinu muni það þýða meira atvinnuleysi og þjarma svolítið að þeim sem stóli á velferðarkerfið.(ruv.is)

Stefán Ólafsson hefur áður haldið þessu sama fram,að  lífeyrisþegar með  lágar tekjur hafi verið varðir með lágmarksframfærslutryggingu TR. En hann getur ekki um það,að það voru aðeins 412 einhleypir aldraðir einstaklingar,sem fengu fulla lágmarksframfærslutryggingu 1.sept.2008. Aðrir fengu mikið minna.Stefán segir,að færri eigi erfiðara með að ná endum saman en í miðju góðærinu.Hjálparstofnanir sem dreifa matargjöfum til fátækra segja annað Þær segja,að ásókn í matargjafir hafi aldrei verið eins mikil og í kreppunni. Það segir sína sögu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband