Láglaunafólk hefur fengið 16% kauphækkun en aldraðir hafa enga hækkun fengið

Stefán Ólafsson prófessor,sem er formaður stjórnar Tryggingastofnunar,reynir að fegra stöðu lífeyrisþega,aldraðra og öryrkja í ræðum,sem hann heldur.Hann segir,að lífeyrislegar hafi verið varðir í kreppunni.Þeir hafi ekki sætt eins mikilli kjaraskerðingu og launþegar á vinnumarkaði. Þetta dreg ég mjög í efa.Stefán rökstyður sitt mál með því að lífeyrisþegar hafi fengið lágmarksframfærslutryggingu  2008 ( 1.sept það ár) og að  sú trygging hafi ekki verið skert 1.júlí 2009 þegar  almannatryggingar voru skertar.Það voru aðeins 412 aldraðir einstaklingar ( einhleypingar) sem fengu fulla lágmarksframfærslutryggingu 1.sept. 2008  kr. 150 þús. fyrir skatt.Aðrir fengu mikið minna.Þessi lágmarksframfærslutrygging er nú 180 þús. kr. fyrir skatt,157 þús. eftir skatt en strax og aldraður einstaklingur fer í sambúð eða býr með öðrum lækkar upphæðin í 153 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Eftir sem áður eru það aðeins rúmlega 400 aldraðir einhleypingar,sem fá fulla lágmarksframfærslutryggingu. Það að láta lítinn hóp aldraðra fá uppbót  og halda henni ver ekki alla  aldraða og öryrkja fyrir kreppunni. Lífeyrisþegar hafa ekki fengið lögbundnar verðlagsuppbætur á lífeyri sinn á krepputímanum. Þeir hafa engar hækkanir fengið á lífeyri frá 1.jan. 2009 (fengu áður skertar verðlagsuppbætur).En á sama tíma hafa tugþúsundir launþega fengið 16% hækkun launa. Samt segir Stefán,að lífeyrisþegar hafi farið betur út úr kreppunni en launþegar. Það stenst ekki. Allir hafa orðið að sæta kjaraskerðingu vegna verðhækkana af völdum lækkunar krónunnar.Sú kjaraskerðing lendir jafnt á lífeyrisþegum sem öðrum.Láglaunafólk á vinnumarkaði hefur varist þessari kjaraskerðingu með launahækkunum,alls 16%.Aldraðir hafa ekki getað varið sig ef frá er talinn 400 manna hópurinn.

Stefán segir,að færri lífeyrisþegar eigi erfitt með að ná endum saman nú en áður. Staðreyndin er samt sú,að 2008  áttu 19,8%  60-69 ára erfitt með að  ná endum saman en 2009 var hlutfallið 27,3%. Það hafði sem sagt stórversnað. Og ef litið er á 70 ára og eldri áttu 20,6% erfitt með að láta enda ná saman  2008 en árið 2009 var hlutfallið 21,5%.

En eldri borgarar harka fremur af sér í erfiðu ástandi en yngra fólkið. Eldri borgarar eru nægjusamari.En það koma  ýmis ný útgjöld þegar aldurinn færist yfur svo sem stóraukinn lyfjakostnaður og mikið meiri læknis og sjúkrahúskostnaður. Það er ekki allt talið með í tölum hagspekinga.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband