Laugardagur, 16. október 2010
Hallarekstur ríkissjóðs 30 milljörðum minni en fjárlög gerðu ráð fyrir
Hallarekstur ríkissjóðs dregst saman um nærri 30 milljarða króna á þessu ári miðað við það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins, samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt var fram á Alþingi í gær. Tekjur ríkissjóðs aukast um tæpa 9 milljarða en rekstrargjöld dragast samtals saman um nærri 20 milljarða.
Mest munar um lækkun vaxtagreiðslna ríkissjóðs en þær eru 20 milljörðum króna lægri á árinu en ráð var fyrir gert. Á móti hækka nokkrir gjaldaliðir, meðal annars vegna eldgosanna á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli.
Í frumvarpinu má meðal annars lesa út að áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna undirbúnings og framkvæmdar stjórnlagaþings verður 340 milljónir en kosningar til stjórnlagaþings kosta um 200 milljónir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.