Sunnudagur, 17. október 2010
Kjör aldraðra hafa versnað í kreppunni
Á síðasta ársfundi Tryggingastofnunar flutti Stefán Ólafsson formaður stjórnar TR erindi ,sem gekk út á að sýna fram á,að eldri borgarar og lífeyrisþegar hefðu orðið fyrir minni kjaraskerðingu í kreppunni en launþegar.Ég er ekki sammála þessu.Samtök atvinnulífsins sögðu frá því ,að launafólk með lág laun fengi 32% kauphækkun á samningstíma núgildandi kjarasamninga.( 2008-2010).Mér telst svo til,að frá vori 2009 til þessa hafi láglaunafólk fengið 23 þús. kr. kauphækkun ( ca. 16% hækkun) en aldraðir ekki fengið eina krónu í hækkun á þessu tímabili heldur mátt sæta kjaraskerðingu.
Um áramótin 2008/2009 var lögbundin verðlagsuppbót að verulegu leyti höfð af lífeyrisþegum.Aðeins lítill hópur eldri borgara fékk þá fulla verðlagsuppbót en þorri lífeyrisþega fékk aðeins hálfa verðlagsuppbót eða 9,6%.Það voru 412 einhleypir ellilífeyrisþegar,sem fengu fulla lágmarksframfærslutryggingu 1.sept 2008 ( þá 150 þús. fyrir skatt). Það er alltaf verið að reikna út frá þessum litla hópi aldraðra þegar opinberir aðilar ræða um kjör aldraðra.Með því að 412 aldraðir fengu 150 þús. 1.sept 2008 og 180 þús fyrir skatt,156 þús. eftir skatt l.jan 2009 telja þessir aðilar að allir eldri borgarar hafi góð kjör. En svo er ekki.Það er hrein fölsun að miða við 400 manna hóp,þegar rætt er um kjör eldri borgara.Kjör eldri borgara hafa verið skert meira í kreppunni en kjör launþega almennt,einfaldlega vegna þess að kjör aldraðra hafa verið skert en kaup launþega hefur verið hækkað.Auk þess hafa aldraðir mátt sæta hærri lyfjakostnaði og hærri lækniskostnaði.Það þýðir ekkert að vitna í skattskýrslur um kjör aldraðra. Þar er um meðaltalstölur að ræða.Nokkrir auðkýfingar hækka meðaltalið.Venjulegur eldri borgari með 150 þús. á mánuði hefur ekkert gagn af því að einhver stóreignamaður á efri árum hafi miklar fjármagnstekjur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.