Ríkisstjórnin lofaði að verja kjör aldraðra og öryrkja.Ekki staðið við það

Þegar ríkisstjórnin var mynduð hét hún því að koma hér á norrænni velferðarstjórn.Hún lofaði að verja velferðarkerfið hér.Ekki hefur verið staðið við þetta. Við höfum fjarlægst norræna velferðarkerfið,þar eð kjör aldraðra og öryrkja hafa verið skert hér en kjör lífeyrisþega hafa batnað eða staðið í stað á hinum Norðurlöndunum. Síðan bætist það við nú,að skerða á stórlega heilbrigðiskerfið.Það er ekki að verja velferðarkerfið.

Það var lengi venja hér,að lífeyrir aldraðra væri hækkaður þegar láglaunafólk fékk kauphækkun.Það var eðlilegt,þar eð lífeyrir aldraðra er ígildi launa.En frá því að núverandi stjórn var mynduð hefur þetta ekki gerst.Þvert á móti voru kjör lífeyrisþega skert 1.júlí 2009 sama daginn og láglaunafólk fékk kauphækkun.Ég tel þetta mannréttindabrot.Það stendur í lögum um málefni aldraðra að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.Og það stendur í lögum um Tryggingastofnun ,að lífeyrir aldraðra eigi að hækka í samræmi við breytingar á launum og verðlagi.

Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar þurfa einstaklingar ( í des. 2009,framreiknað til þess tíma) 297 þús. kr. á mánuði til neyslu til jafnaðar.Lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum nemur aðeins rúmlega helmingi þessarar fjárhæðar. Það þarf því að stórhækka lífeyri aldraðra til þess að hann samræmist neyslukönnun Hagstofunnar og til þess að aldraðir geti lifað mannsæmandi lífi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband